Til bakaPrenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 910

Haldinn í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík,
20.05.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Aldís Hafsteinsdóttir formaður,
Heiða Björg Hilmisdóttir aðalmaður,
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir aðalmaður,
Eyþór Laxdal Arnalds aðalmaður,
Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður,
Rakel Óskarsdóttir aðalmaður,
Kristján Þór Magnússon aðalmaður,
Jón Björn Hákonarson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Haraldur Sverrisson varamaður,
Karl Björnsson framkvæmdastjóri, Anna G. Björnsdóttir sviðsstjóri, Inga Rún Ólafsdóttir sviðsstjóri, Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri, Guðjón Bragason sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Fundargerð ritaði: Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri
Gunnar Einarsson boðaði forföll, varamaður hans Haraldur Sverrisson mætti í hans stað.

Rakel Óskarsdóttir og Haraldur Sverrisson tóku þátt í fundinum með aðstoð fjarfundabúnaðar.


Dagskrá: 
Dagskrá
1. 2201008SA - Fundargerð 909. fundar
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 909. fundar stjórnar sambandsins frá 27. apríl 2022.

Fundargerðin var staðfest án athugasemda.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 909.pdf
2. 2202025SA - Stefnumörkun um samstarf sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar og umræðu minnisblað leiðtoga stafræns umbreytingateymis og breytingastjóra sambandsins, dags. 18. maí 2022, um stefnumótun um stafræna umbreytingu sveitarfélaga og samstarf. Einnig lögð fram skýrsla KPMG um greiningu á skrifstofuhugbúnaðarumhverfi sveitarfélaga, dags. í apríl 2022.
Fjóla María Ágústsdóttir kynnti nýtt stafrænt fjárhagsaðstoðarkerfi og gerði jafnframt grein fyrir helstu niðurstöðum í skýrslu KPMG ásamt því að svara spurningum fundarmanna.
Í skýrslu KPMG kemur skýrt fram að stafræn þróun er komin til að vera. Innri upplýsingatæknikerfi sveitarfélaga þurfa að styðja við aukinn hraða í þróun, sjálfvirkni og gagnavinnslu auk þess sem huga þarf betur að samvirkni þeirra kerfa sem á að nota. Almennt hafa upplýsingatækniumhverfi sveitarfélaga ekki haldið í við þróun síðustu ára og víða er mikil vinna framundan við að taka upp rafræna skjalavistun og gagnaskil, auk fleiri brýnna verkefna. Sveitarfélög þurfa því að setja í algeran forgang að móta stafrænar stefnur sem stuðla að því að þau haldi í við þá þróun í stað þess að bregðast við orðnum hlut.

Stjórnin þakkaði Fjólu Maríu fyrir greinargóða kynningu. Framkvæmdastjóra var falið að undirbúa áframhaldandi umfjöllun um málið á vinnufundi stjórnar í júní nk. og á landsþingi í september.
Stefnumótun um stafræna umbreytingu sveitarfélaga og samstarf.pdf
Greining KPMG fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga_uppfært 17.5.pdf
Rakel Óskarsdóttir vék af fundi kl. 13.10.
3. 2111016SA - Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018
Fyrir fundinum lá frammi skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018, dags. í apríl 2022. Fylgiskjal með þeirri skýrslu er samantekt starfshóps um kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk 2018-2020, sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar um ástæður versnandi rekstrar í þessum málaflokki. Haraldur L. Haraldsson og Arnar Haraldsson gerðu grein fyrir meginniðurstöðum þessara skýrslna og svöruðu spurningum fundarmanna.

Sem dæmi um brýn verkefni sem blasa við í þessum málaflokki er að gera fimm ára áætlun um að leggja niður herbergjasambýli og vinna á biðlistum eftir sértækum búsetuúrræðum. Fyrir liggja tillögur um fjármögnun þess verkefnis, með öflugri aðkomu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Einnig er lagt til að hlutur fasteignasjóðsins í stofnkostnaði hæfingarstöðva verði aukinn. Þá er lögð áhersla á að sett verði á stofn búsetuúrræði fyrir yngri einstaklinga en 67 ára sem nú dvelja á hjúkrunarheimilum.

Stjórn sambandsins þakkar fyrir greinargóða kynningu og telur að þær skýrslur sem nú liggja fyrir dragi fram skýra mynd af stöðunni í þessum mikilvæga málaflokki. Stjórnin leggur þunga áherslu á að sem allra fyrst verði mótaðar tillögur, og þær innleiddar í framhaldinu án tafar, um breytta kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, þar sem ríkið taki á sig verulega aukna kostnaðarábyrgð frá því sem nú er. Í þeirri vinnu verði horft til þeirrar miklu útgjaldaaukningar sveitarfélaga sem átt hefur sér stað í þessum málaflokki og kemur skýrt fram í niðurstöðum fyrirliggjandi skýrslu um kostnaðarþróun í þjónustunni undanfarin ár. Jafnframt þarf að móta áætlun um framhald innleiðingar notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og átak í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eru settar fram tillögur um fjármögnun þess verkefnis, með öflugri aðkomu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun 38-2018.pdf
Haraldur Sverrisson vék af fundi kl. 14.20
4. 2009664SA - Stafrænt ráð sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 13. fundar stafræns ráðs sveitarfélaga frá 11. maí 2022.

stafrænt ráð sveitarfélaga - 13.pdf
5. 2009015SA - Verkefnisstjórn fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum
Lögð fram fundargerð 73. fundar verkefnisstjórnar fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum frá 16. maí 2022.

Stjórn sambandsins leggur áherslu á að nýkjörnir sveitarstjórnarmenn fái sem fyrst kynningu á helstu breytingum á skyldum sveitarfélaga sem taka eiga gildi um áramót.
Verkefnisstjórn fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum - 73.pdf
6. 2109025SA - Staða kjaramála
Lagt fram sem trúnaðarskjal minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, dags. 17. maí 2022, um stöðu kjaramála í maí 2022. Sviðsstjóri gerði nánari grein fyrir helstu verkefnum á borði kjarasviðs.

7. 2203007SA - Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði
Lagðar fram niðurstöður starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, dags. 19. maí 2022, ásamt glærukynningu og fylgiskjölum

Stjórn sambandsins fagnar því að tillögurnar eru komnar fram og felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna að gerð rammasamnings við ríkið á grundvelli fyrirliggjandi tillagna.
Fylgiskjöl með skýrslu starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði.pdf
Starfshópur um umbætur í húsnæðismálum - Kynning 19052022.pdf
Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði - skýrsla - lokaeintak.pdf
8. 2009414SA - Kjörnefnd
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra og sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs, dags. 18. maí 2022, um skipun sex manna kjörnefndar sem gerir tillögu að stjórnarkjöri á landsþingi sambandsins haustið 2022, sbr. 9. gr. samþykkta sambandsins.

Þar sem Guðrún Ögmundsdóttir er látin skipar stjórnin Sabine Leskopf borgarfulltrúa í kjörnefnd í hennar stað. Að öðru leyti er skipan kjörnefndar óbreytt en í henni eiga sæti Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, Björn Gíslason, borgarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, Bjarki Bjarnason, fráfarandi bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, og Pálína Margeirsdóttir, varabæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Jafnframt minnir stjórnin á að framboðsfrestur til embættis formanns stjórnar sambandsins rennur út 15. júlí n.k.
Kjörnefnd sambandsins fyrir landsþing 2022.pdf
Mál til kynningar
9. 2204026SA - Tilnefning í stjórn samhæfingar- og stjórnstöðvar
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til dómsmálaráðuneytisins, dags. 27. apríl 2022, þar sem Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, er tilnefndur í stjórn samhæfingar- og stjórnstöðvar.

Ósk um tilnefningu fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í stjórn samhæfingar og stjórnstöðvar.pdf
Tilnefning í stjórn samhæfingar- og stjórnstöðvar.pdf
10. 2204025SA - Tilnefning í flóttamannanefnd
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, þar sem María Ingibjörg Kristjánsdóttir, félagsþjónustufulltrúi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, er tilnefnd til áframhaldandi setu sem aðalmaður í flóttamannanefnd, og Þórður Kristjánsson, sérfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, til áframhaldandi setu sem varamaður.

Óskað eftir tilnefningum í flóttamannanefnd.pdf
Tilnefning í flóttamannanefnd.pdf
11. 2205003SA - Tilnefning í Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, þar sem Helgi Aðalsteinsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, er tilnefndur í Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna.

Ósk um tilnefningu í Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna.pdf
Tilnefning í Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna.pdf
12. 2205006SA - Tilnefning í starfshóp um áföll barna
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 16. maí 2022 þar sem Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, og Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu Árborgar, eru tilnefnd í starfshóp um áföll barna.
Það þeirra sem ráðherra skipar ekki verður varamaður hins.

Ósk um tilnefningu í starfshóp um áföll barna.pdf
Tilnefning í starfshóp um áföll barna.pdf
13. 2205007SA - Tilnefning í stýrihóp um aðgengi að þjónustu fyrir börn
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 17. maí 2022, þar sem María Ingibjörg Kristjánsdóttir, félagsþjónustufulltrúi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, og Þórður Kristjánsson, sérfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, eru tilnefnd í stýrihóp um aðgengi að þjónustu fyrir börn.
Það þeirra sem ráðherra skipar ekki verður varamaður hins.

Ósk um tilnefningu í stýrihóp um aðgengi að þjónustu fyrir börn - Samband íslenskra sveitarfélaga.pdf
Tilnefning í stýrihóp um aðgengi að þjónustu fyrir börn.pdf
14. 2204018SA - Umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum - vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. apríl 2022, um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.

Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum -vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð, 590. mál.pdf
Umsögn_NPA.pdf
15. 2205016SA - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna - samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. maí 2022, um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.

Fumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna - samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna, 530. mál.pdf
16. 2204006SA - Umsögn um fjármálaáætlun 2023-2027
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til fjárlaganefndar Alþingis, dags. 16. maí 2022, um fjármálaáætlun 2023-2027, 513. mál.

Fjármálaáætlun 2023-2027.pdf
Umsögn um fjármálaáætlun 2023-2027.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20 

Til bakaPrenta