Til bakaPrenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 946

Haldinn í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík,
15.03.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður,
Einar Brandsson aðalmaður,
Einar Þorsteinsson aðalmaður,
Freyr Antonsson aðalmaður,
Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður,
Hildur Björnsdóttir aðalmaður,
Helgi Kjartansson aðalmaður,
Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður,
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Walter Fannar Kristjánsson aðalmaður,
Jón Björn Hákonarson aðalmaður,
Arnar Þór Sævarsson , Inga Rún Ólafsdóttir , Valgerður Rún Benediktsdóttir , Grétar Sveinn Theodórsson , Helga María Pálsdóttir , Þórdís Sveinsdóttir , Valur Rafn Halldórsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð ritaði: Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri
Margrét Ólöf A. Sanders boðaði forföll, varamaður hennar Helgi Kjartansson mætti í hennar stað.


Dagskrá: 
Dagskrá
1. 2306025SA - Skattlagning orkuvinnslu
Lagt fram erindi frá Ásu Valdísi Árnadóttur, formanni stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. Einnig lögð fram skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu, dags. 24. janúar 2024. Ása Valdís Árnadóttir, Jónína Brynjólfsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir frá Samtökum orkusveitarfélaga sátu fundinn undir þessum lið ásamt Hilmari Gunnlaugssyni, formanni starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu, sem kynnti niðurstöður starfshópsins.

Stjórn sambandsins fagnar því að fram séu komnar tillögur um breytingar á skattlagningu orkuvinnslu. Mikilvægt er að í kjölfarið verði mótað frumvarp þar sem málið er nánar útfært og hvetur stjórn fjármála- og efnahagsráðherra til að ganga hratt til verks í þeim efnum. Við þá vinnu sé mikilvægt að áfram verði haft gott samráð við sveitarfélögin og vinna að breiðri samstöðu um málið.
Ósk um fund með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
skattlagning orkuvinnslu -skýrsla.pdf
2. 2309033SA - Fundargerðir 944. og 945. fundar
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 944. og 945. fundar stjórnar sambandsins frá 23. og 28. febrúar 2024, sem undirritaðar hafa verið með rafrænum hætti.

stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 944.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 945 (6).pdf
3. 2210013SA - Verkefnisstjórn fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum
Lögð fram fundargerð 94. fundar verkefnisstjórnar fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum frá 19. febrúar 2024.

Stjórn tekur undir bókun verkefnisstjórnar undir lið 2 í fundargerð, meðhöndlun dýraleifa. Mikilvægt er að leita leiða til að skapa hvata til að dýraleifar skil sér fremur í farveg aukaafurða dýra en í úrgangsmeðhöndlun. Greina þarf í því samhengi ábyrgð handhafa aukaafurða dýra á að koma því sem til fellur í slíka farvegi. Stjórn felur framkvæmdarstjóra að óska eftir fundi með umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og matvælaráðuneytinu um málið.
Verkefnisstjórn fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum - 94.pdf
4. 2301032SA - Staða kjaramála
Formaður samninganefndar sveitarfélaga gerir grein fyrir stöðu kjaramála í mars 2024.

Stjórn Sambandsins lýsir yfir ánægju með kjarasamninga til langtíma sem vonandi leiða til ríkrar sáttar á vinnumarkaði. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög hefji vinnu við útfærslur á gjaldfrjálsum skólamáltíðum sem kynntar verða sveitarfélögunum. Í því ferli er mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna.
5. 2301032SA - Áskorun til sveitarfélaga
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra sambandsins sem sent var til allra sveitarfélaga, dags. 8. mars 2024 í kjölfar undirritunar yfirlýsingar um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjaraviðræðna í mars 2024. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra sambandsins sem var sent til allra framkvæmdastjóra sveitarfélaga 13. mars 2024 vegna áskorunar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga.

Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar 2024.pdf
6. 2401032SA - Landssamband ungmennafélaga - samstarfsbeiðni
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá stjórnar sambandsins 26. janúar 2024, en þá var málinu frestað.

Stjórn tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samstarfssamningi við Landssamband ungmennafélaga í samræmi við umræður á fundinum.
Samstarfsbeiðni um lýðræðisátak frá LUF.pdf
Mál til kynningar
7. 2401019SA - Tilnefning í stjórn námsgagnasjóðs
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2024, þar sem Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, er tilnefnd í stjórn námsgagnasjóðs.

Óskað tilnefningar í stjórn námsgagnasjóðs.pdf
Tilnefning í stjórn námsgagnasjóðs.pdf
8. 2312029SA - Tilnefning í Íslenska málnefnd
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til menningar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 11. mars 2024, þar sem Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og Grétar Sveinn Theodórsson, samskiptastjóri sambandsins, eru tilnefnd í Íslenska málnefnd.

Ósk um tilnefningu í Íslenska málnefnd.pdf
Tilnefning í Íslenska málnefnd.pdf
9. 2402026SA - Tilnefning í starfshóp um eftirfylgni verkefna sbr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun í þjónustu við fatlað fólk
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 11. mars 2024, þar sem Helga María Pálsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sambandsins og Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, eru tilnefnd í starfshóp sem hefur umsjón með eftirfylgni verkefna sbr. 10. gr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun í þjónustu við fatlað fólk.

Ósk um tilnefningu í starfshóp um eftirfylgni verkefna sbr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun í þjónustu við fatlað fólk.pdf
Tilnefning í starfshóp um eftirfylgni verkefna sbr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun í þjónustu við fatlað fólk.pdf
10. 2402024SA - Tilnefning í starfshóp til að vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 11. mars 2024, þar sem Katrín Harpa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, er tilnefnd í starfshóp til að vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk.

Óskað tilnefninga í starfshóp til að vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk.pdf
Tilnefning í starfshóp til að vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk.pdf
11. 2402006SA - Tilnefning í námsstyrkjanefnd
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 11. mars 2024, þar sem Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri þjónustusviðs sambandsins, er tilnefndur í námsstyrkjanefnd.

Óskað tilnefningar í námsstyrkjanefnd.pdf
Tilnefning í námsstyrkjanefnd.pdf
12. 2306029SA - Tilnefning í stjórn Úrvinnslusjóðs
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 11. mars 2024, þar sem Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, og Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf., eru tilnefnd sem varamenn í stjórn Úrvinnslusjóðs.

Beiðni um tilnefningu í stjórn Úrvinnslusjóðs.pdf
Tilnefning varamanna í stjórn Úrvinnslusjóð.pdf
13. 2402028SA - Tilnefning í starfshóp um samræmda skráningu og gagnaöflun milli sveitarfélaga og þjónustusvæða
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 11. mars 2024, þar sem Helgi Aðalsteinsson, hagfræðingur á þróunarsviði sambandsins, er tilnefndur í starfshóp um samræmda skráningu og gagnaöflun milli sveitarfélaga og þjónustusvæða.

Ósk um tilnefningu í starfshóp um samræmda skráningu og gagnaöflun milli sveitarfélaga og þjónustusvæða.pdf
Tilnefning í starfshóp um samræmda skráningu og gagnaöflun milli sveitarfélaga og þjónustusvæða.pdf
14. 2402036SA - Endurtilnefning í ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 11. mars 2024, þar sem Svala Hreinsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslusviði sambandsins, er tilnefnd í ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara.

Endurtilnefning í ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara.pdf
15. 2402033SA - Umsögn um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til matvælaráðuneytisins, dags. 22. febrúar 2024, um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, mál nr. S-3/2024.

20240108 Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu drög.pdf
20240101 Skýringar með beitarkafla.pdf
Umsögn um reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, S-32024.pdf
16. 2402040SA - Umsögn um drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 29. febrúar 2024, um drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins, mál nr. S-43/2024.

Örorkulífeyriskerfi almannatrygginga - frumvarp í samráðsgátt.pdf
Umsögn um drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins, S-432024.pdf
17. 2403008SA - Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til menningar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 7. mars 2024, um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn, mál nr. S-22/2024.

Frv_Br á lögum um opinber skjalasöfn_drög_220224.pdf
Umsögn um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn, mál nr. S-55-2024.pdf
18. 2403007SA - Umsögn um drög að frumvarpi til laga um högun upplýsingatækni í rekstri ríkisins
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 7. mars 2024, um drög að frumvarpi til laga um högun upplýsingatækni í rekstri ríkisins, mál nr. S-52/2024.

Frumvarp til laga um högun upplýsingatækni í rekstri ríkisins.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um högun upplýsingatækni í rekstri ríkisins, S-52/2024.pdf
19. 2201030SA - Skýrsla til umhvefis-, orku- og loftslagsráðuneytisins vegna verkefna 2023
Lögð fram til kynningar skýrslan til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins vegna verkefna 2023.

Skyrsla til URN 2023.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20 

Til bakaPrenta