Til bakaPrenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 911

Haldinn í Hótel Örk í Hveragerði,
23.06.2022 og hófst hann kl. 11:15
Fundinn sátu: Aldís Hafsteinsdóttir formaður,
Heiða Björg Hilmisdóttir aðalmaður,
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir aðalmaður,
Gunnar Einarsson aðalmaður,
Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður,
Rakel Óskarsdóttir aðalmaður,
Kristján Þór Magnússon aðalmaður,
Jón Björn Hákonarson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Hildur Björnsdóttir varamaður,
Karl Björnsson framkvæmdastjóri, Anna G. Björnsdóttir sviðsstjóri, Guðjón Bragason sviðsstjóri, Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri, Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Fundargerð ritaði: Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri
Eins og fram kemur í öðrum lið hefur Bjarni Jónsson sagt sig úr stjórninni varamaður hans Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir boðaði forföll. Eyþór Laxdal Arnalds boðaði forföll og varamaður hans Hildur Björnsdóttir mætti í hans fjarveru. Jón Björn Hákonarson tafðist og náði ekki inn á stjórnarfundinn en tók þátt í vinnufundi að stjórnarfundi loknum.


Dagskrá: 
Dagskrá
1. 2012018SA - Handbók sveitarfélaga í úrgangsstjórnun
Lögð fram til kynningar Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar sem VSÓ Ráðgjöf ehf., vann fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, dags. í júní 2022. Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri í umhverfismálum hjá sambandinu, kom á fundinn og kynnti handbókina. Fram kom við umræðu um málið að á vinnufundi með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrr í dag var ákveðið að skipuleggja fundaherferð um landið snemma í haust þar sem farið verði yfir stöðu innleiðingar hringrásarhagkerfis, ásamt því að setja á fót stýrihóp sem hafi yfirumsjón með innleiðingunni. Einnig hefur ráðherra ákveðið að skipa starfshóp um útfærslu og þróun framleiðendaábyrgðar og mun Eygerður verða fulltrúi sambandsins í þeirri vinnu.

Stjórnin þakkaði Eygerði fyrir góða kynningu og lýsti ánægju með handbókina og áréttaði jafnframt mikilvægi þess að handbókin fái góða kynningu hjá sveitarfélögum.
Handbók úrgangur_júní2022.pdf
2. 2009549SA - Úrsögn úr stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Jónssyni, dags. 16. júní 2022, þar sem hann segir sig úr stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Stjórnin þakkar Bjarna Jónssyni fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Úrsögn úr stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
3. 2201008SA - Fundargerð 910. fundar
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 910. fundar stjórnar sambandsins frá 20. maí 2022.

Fundargerðin staðfest og undirrituð.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 910.pdf
4. 2009079SA - Fræðslumálanefnd
Lögð fram fundargerð 140. fundar fræðslumálanefndar sambandsins frá 11. maí 2022.

fræðslumálanefnd sambandsins - 140.pdf
5. 2009595SA - Kjaramálanefnd
Lagt fram sem trúnaðarskjal fundargerð 30. fundar kjaramálanefndar sambandsins frá 16. júní 2022.

6. 2109025SA - Staða kjaramála
Lagt fram sem trúnaðarskjal minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, dags. 20. júní 2022, um stöðu kjaramála í júní 2022.

Stjórn óskar eftir frekari greiningu á fjárhagslegum áhrifum kjarasamnings slökkviliðs og sjúkraflutningamanna sem og áhrifum breytinga á reglugerðum um brunavarnir.
7. 2009414SA - Dagskrá landsþings
Lögð fram drög að dagskrá landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022.

Framkvæmdastjóra falið að hefja undirbúning og eru drög að dagskrá landsþings vísað til vinnufundar stjórnar.
Drög - Dagskrá landsþings 2022.pdf
Hildur Björnsdóttir kom inn á fundinn kl. 12:30.
8. 2009414SA - Kjörnefnd sambandsins
Endurtilnefning í kjörnefnd, sbr. 9. gr. samþykkta sambandsins.

Stjórn samþykkir að tilnefna Söndru Hlíf Ocares og Líf Magneudóttur í stað Björns Gíslasonar og Bjarka Bjarnasonar sem hafa óskað eftir að taka ekki sæti í nefndinni. Að auki er Árni Rúnar Þorvaldsson tilnefndur í stað Sabine Leskopf sem var tilnefnd í kjörnefnd á seinasta stjórnarfundi í stað Guðrúnar Ögmundsdóttur.

Að öðru leyti er skipan kjörnefndar óbreytt en í henni eiga sæti Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og formaður nefndarinnar, Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurborg, Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, Pálína Margeirsdóttir, varabæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarkaupstað og Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að kalla nefndina saman til fundar í samráði við formann hennar. Jafnframt minnir stjórnin á að framboðsfrestur til embættis formanns stjórnar sambandsins rennur út 15. júlí n.k.
9. 2206016SA - Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, dags. 21. júní 2022.

Stjórnin fagnar þeim áherslum sem fram koma í yfirlýsingunni sem vonandi munu leiða til betri þjónustu við elstu íbúa landsins en þeir nú búa við. Það liggur fyrir að fjölga mun mjög í hópi eldra fólks og því er mikilvægt að nú þegar í stað verið mörkuð stefna í þessum málaflokki til að tryggja þjónustu við elstu íbúa landsins. Mikilvægur þáttur í umbótum á þessu sviði er að samþætta þjónustu sveitarfélaga á heimilum eldra fólks við þá þjónustu sem ríkið veitir, ásamt því að innleiða velferðartækni í alla þjónustu. Einnig tekur stjórnin undir mikilvægi þess að auka áherslu á forvarnir og heilsueflandi aðgerðir en sveitarfélög hafa mörg hver stigið stór skref hvað varðar heilsueflandi aðgerðir fyrir þennan hóp. Samvinna ríkis og sveitarfélaga á því sviði er afar mikilvæg og vert er að horfa til innleiðingar á fyrirliggjandi aðgeraáætlun um heilsueflingu fyrir að aldraða í því samhengi.
Jafnframt er ekki undan því komist að ítreka mikilvægi þess að allir þeir þættir sem þarna verði til umfjöllunar verði kostnaðarmetnir og fullfjármagnaðir.
Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.pdf
10. 2011010SA - Styrkir sem falla undir samstarfsáætlanir Evrópusambandsins
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs og sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, dags. 20. júní 2022, um tækifæri til sóknar í styrki sem falla undir samstarfsáætlanir Evrópusambandsins.

Stjórnin fagnar samstarfi sambandsin, umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins og Veðurstofu Íslands í þessu verkefni og styður að sameiginleg viljayfirlýsing aðila verði send framkvæmdastjórn ESB þar sem lýst er yfir áhuga Íslands á því að taka þátt í „Leiðangri Horizon Europe um aðlögun að loftslagsbreytingum“.
Tækifæri til sóknar í styrki sem falla undir samstarfsáætlanir Evrópusambandsins.pdf
Mál til kynningar
11. 2205018SA - Tilnefning í starfshóp um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 23. maí 2022, þar sem Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringasviðs Reykjavíkurborgar, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, eru tilnefnd í starfshóp um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.

Ósk um tilnefningu í starfshóp um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.pdf
Tilnefning í starfshóp um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.pdf
12. 2205028SA - Tilnefning í samráðshóp um sjúkraflug
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 24. maí 2022, þar sem Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, eru tilnefnd í samráðshóp um sjúkraflug.

Óskað tilnefninga í samráðshóp um sjúkraflug.pdf
Tilnefning í samráðshóp um sjúkraflug.pdf
13. 2205001SA - Tilnefning í sjávarútvegsnefnd
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til matvælaráðuneytisins, dags. 27. maí 2022, þar sem Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, og Vífill Karlsson, hagfræðingur og atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, eru tilnefnd í samráðsnefnd um sjávarútveggsnefnd. Einnig lagt fram til kynningar skipunarbréf Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra.

Óskað tilnefninga í sjávarútvegsnefnd.pdf
Tilnefning í sjávarútvegsnefnd.pdf
Skipun í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu.pdf
14. 2206009SA - Tilnefning í samráðs- og viðbragðsteymi íslenskra stjórnvalda fyrir börn á flótta - óháð upprunalandi
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 31. maí 2022, þar sem María Ingibjörg Kristjánsdóttir, félagsþjónustufulltrúi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, og Þórður Kristjánsson, sérfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, eru tilnefnd í samráðs- og viðbragðsteymi íslenskra stjórnvalda fyrir börn á flótta (óháð upprunalandi).
Það þeirra sem ráðherra skipar ekki verður varamaður hins.

Ósk um tilnefningu í samráðs- og viðbraðgsteymi íslenskra stjórnvalda fyrir börn á flótta - óháð upprunalandi.pdf
Tilnefning í samráðs- og viðbragðsteymi íslenskrastjórnvalda fyrir börn á flótta - óháð upprunalandi.pdf
15. 2204002SA - Tilnefning nýs fulltrúa í verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 2. júní 2022 þar sem Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri í málefnum eldra fólks hjá Reykjavíkurborg, eru tilnefnd í verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk í stað Berglindar Magnúsdóttur sem látið hefur af störfum sem skrifstofustjóri öldrunarmála á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. María Ingibjörg Kristjánsdóttir, félagsþjónustufulltrúi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins er tilnefnd til vara.

Nýr fulltrúi í verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.pdf
16. 2206024SA - Tilnefning í samráðsnefnd um framkvæmd samkomulags um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 8. júní 2022, þar sem Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla, á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, og Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins, eru tilnefnd í samráðsnefnd um framkvæmd samkomulags um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

Tilnefning í samráðsnefnd um framkvæmd samkomulags um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms .pdf
Óskað tilnefninga í samráðsnefnd samkvæmt samkomulagi um stuðnng við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.pdf
17. 2206015SA - Tilnefning í ráðgjafanefnd um gerð landsskipulagsstefnu
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til innviðaráðuneytisins, dags. 15. júní 2022, þar sem Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, er tilnefndur sem aðalfulltrúi í ráðgjafanefnd um gerð svæðisskipulagsstefnu sem, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem áheyrnarfulltrúi.

Ósk um tilnefningu í ráðgjafarnefnd um landsskipulagsstefnu.pdf
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1001-2011 um landsskipulagsstefnu.pdf
Tilnefning í ráðgjafanefnd um gerð landsskipulagsstefnu.pdf
18. 2009555SA - Tilnefning í byggðamálaráð
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til innviðaráðuneytisins, dags. 15. júní 2022, þar sem Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, eru tilnefndur í byggðamálaráð.

Óskað eftir tilnefningu fulltrúa í byggðamálaráð.pdf
Tilnefning í byggðamálaráð.pdf
19. 2205040SA - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til velferðarnefndar Alþingis, dags. 30. maí 2022, um tillögu til þingsályktunar um stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030, 575. mál.

Tillaga til þingsályktunar um stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030, 575. mál.pdf
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu í geðheilbrigðismálum, 575. mál..pdf
20. 2205023SA - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 30. maí 2022, um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál..pdf
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáælun árin 2022-2036, 563. mál..pdf
21. 2205026SA - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 - samræmd könnunarpróf
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30. maí 2022, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (samræmd könnunarpróf), 579. mál.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91-2008 -samræmd könnunarpróf, 579. mál.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, 579. mál..pdf
22. 2009205SA - Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum, nr. 123/2010 - uppbygging innviða
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. maí 2022, um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 573. mál.

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123-2010 - uppbygging innviða.pdf
Umsögn um frv. um breytingar á skipulagslögum (raflínuskipulag), 573. mál.pdf
23. 2205038SA - Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga - alþjóðleg vernd
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 31. maí 2022, um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.

Frumvarp til laga um útlendinga - alþjóðleg vernd, 595. mál..pdf
Umsögn_útlendingalög.pdf
24. 2205041SA - Umsögn um frumvarp til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til velferðarnefndar Alþingis, dags. 31. maí 2022, um frumvarp til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna, 591. mál.

Frumvarp til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna, 591. mál..pdf
Umsögn um frumvarp til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna, 591. mál.pdf
25. 2205037SA - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022-2025
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til velferðarnefndar alþingis, dags. 1. júní 2022, um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022-2025, 592. mál.

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.pdf
Umsögn_framkvæmdaáætlun innflytjendur.pdf
26. 2205042SA - Umsögn um frumvarp til laga um sóttvarnarlög
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til velferðarnefndar Alþingis, dags. 1. júní 2022, um frumvarp til laga um sóttvarnarlög, 498. mál.

Frumvarp til sóttvarnalaga 498. mál.pdf
Umsögn vegna frumvarps til sóttvarnarlaga, mál nr. 498..pdf
27. 2204001SA - Umsögn um drög að breytingu á reglugerð nr. 655/2009 um starfsumhverfi leikskóla
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. júní 2022, um drög að breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, mál nr. S-92/2022.

Bréf.pdf
Fskj 1, Fylgiskjal 1 og 2_28022020.pdf
Fskj. 2 scan_r02elpe16042020.pdf
Fskj. 3 annag4349_2020-06-23_10-52-01.pdf
Fskj. 4 Ítrekun, dags. 13. desember 2021.pdf
Fskj. 5 Bréf 2_ Ráðhús Reykjavíkur - Borgarlögmaður.pdf
Fskj 6 Minnisblað ákvörðunvald um barnafjölda í leikskólum.pdf
Umsögn um drög að breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, S-922022.pdf
28. 2206020SA - Ákall til sveitarstjórna um allt land - Menntun til sjálfbærni
Lagt fram til kynningar ákall kennara til sveitarstjórna um allt land, dags. 27. maí 2022, um menntun til sjálfbærni.

Akall-til-sveitarstjorna-um-allt-land-Menntun-til-sjalfbaerni.pdf
Að fundi loknum hélt stjórn vinnufund um stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2022-2026.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:51 

Til bakaPrenta