Til bakaPrenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 944

Haldinn í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík,
23.02.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður,
Einar Brandsson aðalmaður,
Einar Þorsteinsson aðalmaður,
Freyr Antonsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir varamaður,
Hildur Björnsdóttir aðalmaður,
Margrét Ólöf A. Sanders aðalmaður,
Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður,
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Walter Fannar Kristjánsson aðalmaður,
Sunna Hlín Jóhannesdóttir varamaður,
Inga Rún Ólafsdóttir , Valgerður Rún Benediktsdóttir , Grétar Sveinn Theodórsson , Helga María Pálsdóttir , Þórdís Sveinsdóttir , Valur Rafn Halldórsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð ritaði: Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri
Jón Björn Hákonarson boðaði forföll, varamaður hans Sunna Hlín Jóhannesdóttir mætti í hans stað.
Guðmundur Ari Sigurjónsson boðaði forföll, varamaður hans Sigrún Sverrisdóttir mætti í hans stað.


Dagskrá: 
Dagskrá
1. 2309033SA - Fundargerð 943. fundar
Lögð fram til kynningar fundargerð 943. fundar stjórnar sambandsins frá 9. febrúar 2024, sem undirrituð hefur verið með rafrænum hætti.

stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 943.pdf
2. 2401007SA - Ársreikningur Bakhjarls sambandsins 2023
Lagður fram ársreikningur Bakhjarls Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2023, sbr. 4. tölulið fundargerðar 942. fundar stjórnar sambandsins. Undir þessum lið sat Lilja D. Karlsdóttir, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, og lagði fram endurskoðunarskýrslu, dags. í febrúar 2024, og áritaði jafnframt reikninginn stafrænt sem óháður endurskoðandi sambandsins.

Stjórn sambandsins staðfesti ársreikning Bakhjarls Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2023 með stafrænni undirritun sinni.
Arsreikningur-Bakhjarl_2023_til undirritunar.pdf
3. 2401006SA - Ársreikningur Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagður fram ársreikningur Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2023, sbr. 5. tölulið fundargerðar 942. fundar stjórnar sambandsins. Undir þessum lið sat Lilja D. Karlsdóttir, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, og lagði fram endurskoðunarskýrslu, dags. í febrúar 2024, og áritaði jafnframt reikninginn stafrænt sem óháður endurskoðandi sambandsins.

Stjórn sambandsins staðfesti ársreikning Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2023 með stafrænni undirritun sinni.
Ársreikningur 2023_Lokaskjal til undirritunar.pdf
4. 2301032SA - Staða kjaramála
Formaður samninganefndar sveitarfélaga og formaður gerðu grein fyrir stöðu kjaramála í febrúar 2024 og tillögur ríkisins varðandi aðkomu sveitarfélaga.

Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að koma áherslum stjórnar vegna mögulegra aðgerða sveitarfélaga til að stuðla að því að langtíma kjarasamningur náist, á framfæri við ríkisstjórnina.
5. 2210013SA - Áhersluverkefni í úrgangsmálum 2024
Lagt fram minnisblað stjórnsýslusviðs sambandsins, dags. 13. febrúar 2024, um áhersluverkefni í úrgangsmálum 2024.

Stjórn sambandsins samþykkir tillögu að forgangsröðun verkefna í úrgangsmálum sem lögð er fram í minnisblaði verkefnastjórnar fyrir árið 2024. Verkefnin falla að stefnumörkun sambandsins 2022-2026 í úrgangsmálum og eru til þess fallin að efla úrgangsstjórnun sveitarfélaga.
Áhersluverkefni í úrgangsmálum 2024.pdf
6. 2402027SA - Fagteymi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni
Rætt um hugmynd að stofnun fagteymis skv. aðgerðaráætlun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038. Hlutverk fagteymisins verður að taka við beiðnum um aðstoð frá kjörnum fulltrúum vegna eineltis, ofbeldis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, meta þær og koma í viðeigandi farveg og eftir atvikum fylgja eftir tilkynningum til teymisins og tryggja að þær fái viðhlítandi málsmeðferð. Teyminu verður jafnframt ætlað að miðla upplýsingum og vinna að forvörnum á ofangreindu sviði. Er hugmyndin í samræmi við stefnumörkun sambandsins en þar segir að sambandið eigi að styðja við að umbótatillögur um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa komist til framkvæmda í samræmi við þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

Eftirfarandi bókun samþykkt með 9 atkvæðum. Rósa Guðbjartsdóttir og Einar Brandsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Stjórn sambandsins fagnar þessari tillögu í aðgerðaráætlun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og samþykkir að taka þátt í þessari vinnu og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.

7. 2402029SA - Fæðuklasinn
Lögð fram drög að samningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Íslenska fæðuklasans ehf en markmið hans er m.a. að draga út vistspori fæðuframleiðslu með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi, stuðla að byggðafestu, efla mótun frumkvöðla- og nýsköpunar þekkingar á meðal ungmenna.

Samband íslenskra sveitarfélaga-DRÖG.pdf
8. 2203008SA - Notkun sveitarfélaga á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi - úttekt Persónuverndar
Lagt fram bréf Persónuverndar, dags. 11. janúar 2024, um ákvörðun um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi.

Vegna ákvarðana Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi.pdf
9. 2311012SA - Málefni Grindavíkurbæjar
Lagt fram sem trúnaðarskjal drög að samkomulagi milli innviðaráðherra og bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um stuðning við stjórnsýslu og fjárhag sveitarfélagsins á grundvelli VIII kafla laga nr. 138/2011. Að auki lagt fram álit Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna samkomulagsdraganna, dags. 22. febrúar 2024. Einnig lagt fram í trúnaði bréf Fannars Jónassonar bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, dags. 22. febrúar 2024, um samkomulagið.

Stjórn felur framkvæmdastjóra og formanni að koma sjónarmiði stjórnar á framfæri m.v. umræður á fundinum.
Mál til kynningar
10. 2402022SA - Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfis- og orkustofnun
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12. febrúar 2024, um frumvarp til laga um Umhverfis- og orkustofnun, 585. mál.

Frumvarp til laga um Umhverfis- og orkustofnun.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfis- og orkustofnun, 585. mál..pdf
11. 2402014SA - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/010 - tímabundnar uppbyggingarheimildir
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 14. febrúar 2024, um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 (tímabundnar uppbyggingarheimildir, 628. mál.

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum - tímabundnar uppbyggingarheimildir.pdf
Umsögn um frumvarp til breytinga á skipulagslögum, 628. mál.pdf
12. 2402025SA - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald - hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 19. febrúar 2024, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002 (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.), mál nr. S-28/2024.

20240205_DrögaðfrumvarpiÚrvinnslugjald.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 1622002- umsögn.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40 

Til bakaPrenta